top of page

Um okkur

Ísvit-Danson ehf. er fjölskyldufyrirtæki sem flytur inn og selur m.a. vönduð verkfæri frá FastCap og MicroJig ásamt  ýmis konar rafföngum (seríur, útiljós) og árstíðavörum.

Samstarfið við FastCap í Bandaríkjunum hófst fyrir alvöru árið 2019 eftir margra ára grúsk og spekúlasjónir um hvernig best væri að koma þeirra frábæru vörum á íslenskan markað.  FastCap er LEAN framleiðslufyrirtæki, stofnað af húsgagnasmiðnum og uppfinningamanninum Paul Akers árið 1997. Fyrirtækið sérhæfir sig í hugvitsamlega hönnuðum gæða verkfærum sem spara tíma og auðvelda vinnuna.


Vörurnar eru fáanlegar í verslun okkar á Smiðjuvegi 11  í Kópavogi. Hluti af vörulínunni er í boði m.a. hjá Húsasmiðjunni og Handverkshúsinu. Vefverslunin isvit.is var sett á laggirnar á vordögum 2021 til að auka þjónustustig okkar. Vörurnar hafa fengið stórgóðar viðtökur jafnt hjá atvinnufólki, bílskúrspésum sem og GÞS-urum (DIY-ers).
 

342489554_1079286676184057_4857366516689908514_n.jpg
bottom of page